Lagboði 64

Þú, sem elskar alla menn

Ferskeytt – vísa 1, 2, 3 og 4 óbreyttar

 

Ein á báti
Framhald

Þú, sem elskar alla menn
og allra greiðir veginn,
lofaðu mér að lenda senn
við landið hinum megin.

Fyrir handan feigðarströnd,
fjarri sorg og kvíða,
segja þeir enn þá óbyggð lönd
úti í geimnum víða.

Þar mun eitthvert eyðisvið
öndu fyrir mína.
Það er aldrei vandgert við
vesalinga þína.

Engan heimta ég Edensskóg
eða dýrðarheima.
Lof mér bara að lifa í ró
og liðnum tíma gleyma.

Vísur: Herdís Andrésdóttir.
Kvæðamaður: Bjarni Guðmundsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Þorleifur Jónsson, Blönduósi.

Til baka -o- Lagboði 65