Upp á grundu einstig fann
Ferskeytt – vísa 1, 2, 3 0g 4 hringhendar
Rímur af Bernótus Borneyjarkappa
8. ríma, vísur 17-20
Upp á grundu einstig fann
öðlingskundur téður,
komst svo undir kastalann
kesjuþunda meður.
Hátt upp gerði hrópa þar
horskur skerðir fleina:
„Býð eg verði Borneyjar
brynju og sverð að reyna“.
Hróp í staðinn heyrði þá
hirðir naðurs þetta,
múrinn glaður gengur á,
gerði hraður frétta:
„Hver er gildi seggur senn,
sem oss hildi býður?“
Svara vildi aftur enn
arfi mildings fríður.
Vísur: Magnús í Magnússkógum.
Kvæðamaður: Sigurður S. Straumfjörð (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Mýrasýslu.
Til baka -o- Lagboði 66