Lagboði 66

Sólin gyllir sveipuð rósum

Breiðhent – vísa 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Rímur af Núma kóngi Pompílssyni
7. ríma, vísur 37-40

Sólin gyllir sveipuð rósum
sæl með snilli jarðarmóinn
heimur fyllist himnaljósum
húmið villist niður í sjóinn.

En því viltu sjáleg sunna
salinn stillta vinda mála
og yfir tryllta blóðsins brunna
blessuð gylltum ljóma strjála?

Ásýnd þína umvef skýjum
ei hún skíni á þessum degi
svo lík ófrýn í dreyradýjum
dyljast sýnum allra megi.

Jörð og hæðir himna skjálfa
hér og flæða dreyrapyttir
æ ég hræðist ef þig sjálfa
einhver skæða pílan hittir.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð.
Kvæðamaður: Sigurður S. Straumfjörð (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Mýrasýslu.

Til baka -o- Lagboði 67