Lagboði 67

Blunds til leifa vakna verða

Langhent  – vísa 1, 2, 3 og 4, víxlhendar

 

Rímur af Úlfari sterka.
9. ríma, mansöngur, upphaf

Blunds til leifa vakna verða,
valir grana mínir brátt.
Fjöðrum hreyfa, flugið herða,
finna að vana sögunnar þátt.

Mig kann öldin ekki saka,
eg þó gerði um vetur há.
Að skemmta á kvöldin, skemmri vaka,
skilst mér verði heldur þá.

Menn við una, margir kvæði,
mjúk er spretta góms af þel;
en mig grunar, Austra flæði,
engum þetta falli vel.

Mælsku fjáðum allir unna:
orðgnótt sljó hún líkar ver;
Fleiri að bráðum fljúga kunna,
fuglar þó en hankarnir.

Vísur: Þorlákur Guðbrandsson 1672-1707
Kvæðamaður: Sigurður S. Straumfjörð (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Mýrasýslu.

Til baka -o- Lagboði 68