Lagboði 68

Siggi, Mangi, Sveinn, Guðrún

Stafhent – vísa 1, 2, 3 og 4 óbreyttar

 

Siggi, Mangi, Sveinn, Guðrún,
sækið þið hann Stóra-Brún.
Imba finndu fötin mín,
flýttu þér nú stelpan þín.

Ég held varla þolið þér,
því að kuldinn bitur er.
Alla þessa óra leið,
út á nes að þreyta reið.

Hvaða fjas, ég fer af stað,
fá muntu að sanna það,
hvort sig enginn illa ber
undan kulda fyrri mér.

Kætir mig að kyrr eg beið
kotið stendur rétt í leið,
svo má skíra sem ég bað,
Sigríður vill hafa það.

Vísur: Jón Mýrdal.
Kvæðamaður: Sigurður S. Straumfjörð. (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Mýrasýslu.

Til baka -o- Lagboði 69