Lagboði 69

Hvernig líst nú ykkur á

Ferskeytt vísur 1, 2, 3 og 4 óbreyttar

 

Rímur af Gunnari á Hlíðarenda
2. ríma, mansöngur 1-4

Hvernig líst nú ykkur á
upphaf minna ljóða?
Ef menn vilja fleiri fá
fram skal ég þau bjóða.

Enginn þarf að ætlast til
að ég lasti sjálfur
eigin smíðað óðarspil
ekki er ég sá kálfur.

Þó ég eigi upp á mót
um það fátt skal láta,
það er lítil búskapsbót
að berja sér úr máta.

Áðan söng ég Andraljóð
og endurnæring hugar
vildi í þennan sækja sjóð,
en svei mér ef það dugar.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð.
Kvæðamaður: Sigurður S. Straumfjörð (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Mýrasýslu.

Til baka -o- Lagboði 70