Lagboði 70

Númi hvítum hesti reið

Nýhent – vísa 1, 2, 3, og 4 víxlhendar

 

Rímur af Núma kóngi Pompílssyni
5. ríma, vísur 62-65

Númi hvítum hesti reið
hetjan bar sig vel í sæti
klárinn nýtur kunni skeið
kvikari var en ljón á fæti.

Létt sem flygi lausamjöll
lék skævaður söðulboga
reiðartygin eru öll
úðar hlaðin vafurloga.

Hersilíu vagninn við
vóð hinn stinni jór á beinum
Númi því á þessa hlið
þeyta kynni brúnasteinum.

Blása menn til burtferðar
byrja hætta reisu þora
grundu renna glófaxar
götur og stræti járnum spora.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Sigurður S. Straumfjörð (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Mýrasýslu.

Til baka -o- Lagboði 71