Lagboði 4

Flaskan þjála léttir lund

Ferskeytt – vísa 1 og 2 hringhendar og vísur 3 og 4 óbreyttar

 

Flaskan þjála léttir lund
lætur tálið dvína,
við hana rjála væna stund
vermir sálu mína.

Flaskan svarta það eg þyl
þakin skarti fínu,
gleði bjarta geisla og yl
gefur hjarta mínu.

Flaskan meðan fellir tár
fipast elli í taki
fimmtíu og fimm þó ár
felist mér að baki.

Þegar sál er næðisnaum
nægtir dýrra veiga
þá er undir glasaglaum
guðdómlegt að teyga.

Vísur: Björn Friðriksson
Kvæðamaður: Björn Friðriksson
Stemma: Úr Húnavatnssýslu.

Til baka -o- Lagboði 5