Elli kveð ég óðinn minn
Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar
Elli kveð ég óðinn minn
æfihreðum slitinn,
meðan héðan hugurinn
horfir veðurbitinn.
Bjó mér innsta sorgarseið
sælu grynnsta knepið;
örðug finnst mér æfileið
upp á hinsta þrepið.
Fjölgar árum, öldungsbrá
elligárur hjúpa,
litar hárin hélugrá
harma-báran gljúpa.
Ein þó fæðist unaðs-stund
yl sem glæðir vonum.
Innra blæðir bólgin und
böls í næðingonum.
Vísur: Sveinbjörn Björnsson
Kvæðamaður: Sigurður S. Straumfjörð (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Mýrasýslu.
Til baka -o- Lagboði 72