Lagboði 72

Meðan aðrir una sér

Braghent– vísur 1, 2, 3 og 4 baksneiddar

 

Úr ljóðabréfi til trésmíðameistara Jóns Halldórssonar á jóladag 1918

Meðan aðrir una sér við ys og glauminn,
mitt er orðið elligaman
eina stöku’ að fella saman.

Ég á hrafl af hljómbrotum á hugans strengjum,
sem ég reyni að túlka’ á tungu
til að létta skapi þungu.

Margt er þar í muna geymt af mörgu tagi,
minningar úr heimahögum
hvarfla þar frá liðnum dögum.

Mörg ein vonin var þá hlý og vökudreymin
út í lífsins geisla-geima
gaman var þá oft að sveima.

Vísur: Sveinbjörn Björnsson
Kvæðamaður: Sigurður S. Straumfjörð (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Mýrasýslu.

Til baka -o- Lagboði 73