Lagboði 74

Oft ég náðar svefni svaf

Ferskeytt – vísur 1, 3 og 4 hringhendar, vísa 3 oddhent

 

Oft ég náðar svefni svaf
synda háður gjólu.
Nú er bráðum undið af
æfi þráðar spólu.

Ævin þrýtur einskis nýt
eignast lítinn seiminn,
á blágrýti ganga hlýt
gegnum vítis heiminn.

Lífs við bundinn lymskuhring
ligg á stundum grúfu,
heimsins undir óvirðing
úti’ á hundaþúfu.

Að bera stranga byrði hér
braut um langa kjósum.
Það síst angur þróar mér
þó að ég gangi á rósum.

Vísur: Baldvin Jónsson skáldi.
Kvæðamaður: Björn Friðriksson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Skagafirði. Tómas Skúlason

Til baka -o- Lagboði 75