Lagboði 75

Þögnin rýrist róms um veg

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Hjálmarskviða
Upphaf

Þögnin rýrist róms um veg,
raddir skírist háu;
kvæði stýra í vil eg
æfintýri smáu.

Efnið fjáð að fegurð mér
fræða tjáðu vinir;
margir áður um það hér
Íslands kváðu synir.

Bið jeg þjóð ei þenki svinn,
þanka fróð í setri,
að ég hróður ætli minn
eldri ljóðum betri.

Hitt var meining mín – sem bið
mærðar greinist vinum –
ljóða hreina lögun við
líkjast reyna hinum.

Vísur: Sigurður Bjarnason
Kvæðamaður: Björn Friðriksson (Jósep Húnfjörð kenndi)
Lag: Úr Húnavatnssýslu. Auðbjörg Jónsdóttir, Illugastöðum.

Til baka -o- Lagboði 76