Lagboði 5

Ég er fár sem feyskið bar

Ferskeytt – vísa 1 er hringhent og vísur 2, 3 og 4 óbreyttar

 

Ég er fár sem feyskið bar,
föl og sár er myndin;
þurr er báran Bakkusar,
blessuð táralindin.

Líttu á hrjóstrug holtin mín
hrópa ég náðarþyrstur.
Breyttu nú vatni í brennivín
blessaður Jesús Kristur.

Fárleg eru faðmlög þín
fjötur minna vona;
hjartans nepjunóttin mín
nístu mig ekki svona.

Ef hann fer í austanbyl
yfir hús og grundir,
þá er skárra að skömminni til
að skíta vestan undir.

Vísur: Jón Þorsteinsson, Arnarvatni.
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (Jósep Húnfjörð kenndi)
Stemma: Úr Borgarfirði. Eyjólfur Jóhannsson, Sveinatungu.

Til baka -o- Lagboði 6