Funa síkis fágaður
Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar
Ríma af Kjartani Ólafssyni
Vísur 176-180
Funa síkis fágaður,
frægð sér ríka temur;
enginn slíkur Íslands bur
í mitt ríki kemur.
Forlög hvorgi forðumst vér
fjörs á torgi víðu.
Heim að borg svo hilmir fer,
hlaðinn sorgum stríðu.
Landi skeiðin flýgur frá
fram á breiðu höfin;
svani reiða sundur á
siglu greiðast tröfin.
Þöndu voðir vinda flog,
vellur froðan gráa,
rennur gnoðin öflug og
yfir boða háa.
Hratt um náhvals brunar braut
björninn frái húna;
loks úr háu hafi skaut
hauðri, snjái búna.
Vísur: Símon Dalaskáld.
Kvæðamaður: Björn Friðriksson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Ragnheiður Sveinsdóttir
Til baka -o- Lagboði 77