Nadda þórar nefndu þar
Stikluvik – vísur 1, 2, 3 og 4 þríhendar
Rímur af Andra jarli
1. ríma, vísur 54-57
Nadda þórar nefndu þar,
Nóatúnin austur,
jarlar fjórir fundust þar,
feikna stórir skelmirar.
Þeirra faðir Þrymur hét,
þengill Jötunheima,
lýð þeir skaða hjörs við hret,
hver þeim maður undan lét.
Hétu Ljótur, Þrándur þar,
Þráinn má svo nefna,
harðari grjóti haus hver bar,
holdið sóti líkast var.
Grenjuðu voða hljóð með há,
hömuðust ramir bófar,
vall þeim froða vitum frá,
voru þeir hroðalegir þá.
Vísur: Hannes Bjarnason á Ríp
Kvæðamaður: Sigríður Hjálmarsdóttir. (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Björn Stefánsson, Kirkjuskarði
Til baka -o- Lagboði 78