Lagboði 78

Gnudda ég broddi fjaðra fals

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 frumhendar

 

Hjálmarskviða
Upphaf

Gnudda ég broddi fjaðra fals
fast að letra spjeldi,
þar sem Oddur Arngrím jalls
ellefu niðja feldi.

Entist þor og afbragðs megn
eins, við fjendur digra;
stáls úr sporum steypiregn
streymdi um lendi vigra.

Stála þingi ströngu lauk
stirðnuð gliðna sárin;
upp af dyngju rauðri rauk,
rispar tönnum nárinn.

Geysi móður síður sár,
svala brjósti þeyrinn,
uppi rjóður stála stár
styðst við dreyrgan geirinn.

Vísur: Bólu-Hjálmar.
Kvæðamaður: Sigríður Hjálmarsdóttir (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Frá Akranesi. Bjarni Jónsson, Sýruparti

Til baka -o- Lagboði 79