Sorfið biturt sára tól
Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 óbreyttar
Rímur af Göngu-Hrólfi
16. ríma, vísur 52-55
Sorfið biturt sára tól
söng á skjaldar nöglum,
Möndull upp á einum hól
álma þeytti höglum.
Margur þar af fjörtjón fann
fantur á Hristar veldi,
því með hverri hremsu hann
hrók til jarðar felldi.
Mætir furðu mannfallið,
margir brölta á hnjánum,
hvorutveggja hrynur lið
hrátt sem gras af ljánum.
Saumar rifna darra dúks,
dreyra undin skvetti,
heitur mökkur hjörva fjúks
himininn pentum setti.
Vísur: Bólu-Hjálmar.
Kvæðamaður: Sigríður Hjálmarsdóttir. (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Jón Konráðsson.
Til baka -o- Lagboði 80