Lagboði 80

Kvæðið bóla bröndungs Gná

Samhent – hagkveðlingaháttur

 

Rímur af Göngu-Hrólfi
18. ríma, vísur 13-16

Kvæðið bóla bröndungs Gná
bragar tólum lék eg frá,
vígs af hól þar sveitir sjá
sigldu dóla essin há.

Fokku andar festu tog
Freyrar branda á hafnar vog,
stjóra í sandinn steyptu og
stigu á landið Hárs með log.

Runnu ýtar fleyjum frá,
fimmtán lít hundruð má
Gauta ríta í brynjum blá,
blankaði hvíta skjöldu á.

Tveir menn æða undan þar,
afreks gæða riddarar,
heyrnar svæðið hvor þó bar
hulið klæði grímunnar.

Vísur: Bólu-Hjálmar
Kvæðamaður: Sigríður Hjálmarsdóttir.
Stemma: Úr Húnavantssýslu. Pálmi Erlendsson.

Til baka -o- Lagboði 81