Lagboði 81

Hér ég sóa hýr á svip

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Úr ljóðabréfi 1910

Hér ég sóa hýr á svip
heyi, snjó og korni,
einn aflóga á ég grip
innst í króarhorni.

Frá mér þjóðir það eg finn
þróast óðum vandi;
að ellimóður auminginn
er í góðu standi.

Enn um hraun og akra má
eyða kaunum mínum,
lifa raunar ætla á
eftir launum sínum.

Þó að hallist hagsældin
hræðist varla beimur,
kembi ég allan klárinn minn
hvað sem spjallar heimur.

Vísur: Björn Friðriksson
Kvæðamaður: Björn Friðriksson
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Björn Friðriksson

Til baka -o- Lagboði 82