Lagboði 7

Andans þvinga eg flugi frá

Ferskeytt – vísa 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Hringhendan

Andans þvinga eg flugi frá
flest, sem þyngir muna.
Ljóðakyngi læt svo á
leika hringhenduna.

Hún á slungið háttamál,
hljóms við þungar gátur.
Harmi þrungin, hvell sem stál
hlý, sem ungbarns grátur.

Hún ber sálar heimi frá
heflað mál í bögur,
bragar hálum ísum á
unaðsþjál og fögur.

Hugans kenndir hlýjandi
hljóms á vendingunum.
Hún fer endurómandi
eftir hendingunum.

Vísur: Sveinbjörn Björnsson
Kvæðamaður: Kjartan Ólafsson (Björn Friðriksson kenndi)
Stemma: Úr Borgarfirði. Höskuldur Eyjólfsson.

Til baka -o- Lagboði 8