Lagboði 82

Eldur sannar gildi gulls

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Eldur sannar gildi gulls,
gleðin svanna hreina;
þrautir kanna þrek til fulls
þegar mann skal reyna.

Væri bjart, þótt blési kalt,
bættist hjartans styrkur;
það er hart, að eygja um alt
andlegt svartamyrkur.

Glópskan ristir glöpin þungt,
græna kvisti heggur,
þar sem lista-eðlið ungt
örbirgð kistuleggur.

Ég hef gengið grýtta slóð
glapinn lengi sýnum;
skal þó enginn harmahljóð
heyra í strengjum mínum.

Vísur: Jón S. Bergmann
Kvæðamaður: Björn Friðriksson
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Björn Friðriksson

Til baka -o- Lagboði 83