Lagboði 83

Dalsins þrönga dimmir skaut

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Dalsins þrönga dimmir skaut;
drauma löngun stækkar.
Fuglasöngur svífur braut.
Sólin göngu lækkar.

Foldarvanga fæ jeg sjeð.
Frost þar ganga að verki.
Blöðin hanga hjeluð með
haustsins fangamerki.

Aldrei náinn vekur vor;
vona þráin sefur.
En það á fáein farin spor
flest, sem dáið hefur.

Hafs frá hveli heim um fjöll
Hríðarjelin ganga.
Blómin felast önduð öll
undir hjeluvanga.

Vísur: Gísli Ólafsson.
Kvæðamaður: Björn Friðriksson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu.

Til baka -o- Lagboði 84