Lagboði 84

Ergir lundu erfiðið

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar, vísur 2 og 3 eru auk þess sléttubönd

 

Ergir lundu erfiðið
einn ég dunda á teigi.
Enginn hundur ljær mér lið
litla stund úr degi.

Vakan þreytir hugarhægð
hlekkjum skeytir megin.
stakan veitir gleðignægð
geislum skreytir veginn.

Bölið næðir hýran hug,
hnekkir kvæðum snjöllum,
ölið glæðir dýran dug
drekkir mæðum öllum.

Lífs í krapa köldum sjó
kólgan napurt lemur.
Síst ég tapa sinnuþró
sigg í skapið kemur.

Vísur: Sveinn Hannesson frá Elivogum
Kvæðamaður: Björn Friðriksson (kenndi og kvað)
Lag: Úr Húnavatnssýslu. Sveinn Hannesson frá Elivogum

Til baka -o- Lagboði 85