Lagboði 85

Þú ert að heilsa, þorri minn

Ferskeytt – vísur 1, 2 og 4 óbreyttar, vísa 3 frumhend

 

Þorravísur

Þú ert að heilsa, þorri minn,
þýður og hýr á brána.
Við það hjá mér vakna finn
vors- og sumarþrána.

Oft varst þú með yglda brá,
illa jafnan séður.
Hverju er að þakka þá
þetta blessað veður?

Þú hefur gleymt, þín gödduð spor
greyptu líf í dróma.
Þig hefur dreymt, þú værir vor
vafið sólarljóma.

Hættu köldum hríðaglaum,
hættu slysum valda.
En láttu þig þennan dýrðardraum
dreyma um aldir alda.

Vísur: Herdís Andrésdóttir.
Kvæðamaður: Magnús Pétursson (Ingibjörg Friðriksdóttir kenndi)
Stemma: Úr Kjós. Sveinn Jónsson, Saltvík.

Til baka -o- Lagboði 86