Lagboði 87

Ó, ég veit að enn þú manst

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 óbreyttar

 

Kveðja

Ó, ég veit að enn þú manst,
ung með tár á hvarmi,
er þú halla höfði vannst
hægt að mínum barmi.

Um þig lagði eg hlýja hönd
hugði að mýkja sárin.
Þá voru ásta bundin bönd,
þú brostir gegnum tárin.

Við mig brástu heitin hreint,
hjartað gafstu öðrum.
Ó, þú birtist alltof seint
undan dularfjöðrum!

Þó þú leiddist langt frá mér,
lifir ástarblossi.
Ég get ei lengur gefið þér
góða nótt með kossi.

Vísur: Gísli Ólafsson
Kvæðamaður: Magnús Pétursson (Ingibjörg Friðriksdóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu.

Til baka -o- Lagboði 88