Lagboði 88

Högni laut en hauðrið flaut

Braghent– vísur 1, 2, 3 og 4 skjálfhendar

Rímur af Andra jarli
5. ríma, vísur 72-75

Högni laut en hauðrið flaut í hrugnis blóði:
eitthvað tautar Andri í hljóði,
óð sem naut að stála rjóði.

Yfir herðar höggur sverði halsins snjalla,
hér við verður Högni falla,
hann þó gerði særast valla.

Skyrtan góða skýldi móðum skjóma runni,
hrökk þá blóð af Högna munni,
hann uppstóð sem fljótast kunni.

Vitið missti, heiftin hristi hringa njótinn,
Andra lysti launa hótin,
lamdi byrstur kylfu á þrjótinn.

Vísur: Hannes Bjarnason á Ríp.
Kvæðamaður: Magnús Pétursson (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Sveinn Jóhannesson á tólffótunum.

Til baka -o- Lagboði 89