Lagboði 89

Umtalsmálin eru hvurt

Ferskeytt – vísa 1 hringhend, vísa 2 framsamyrt, vísur 3 og 4 óbreyttar

 

Umtalsmálin eru hvurt
úr mér sálin dæmist,
hver mun Pálinn bera burt
er banaskálin tæmist.

Ó, þú þunga umbreyting.
Ó, þú sprund og halur.
Ó, þú tunga og allt umkring.
Ó, þú Víðidalur.

Forlög koma ofan að,
örlög kringum sveima,
álögin úr ugga stað,
ólög vakna heima.

Slítist hölt og slitni gjörð
sleppum ekki kvíddu.
Hugsaðu hvorki um himin né jörð
haltu þér fast og ríddu.

Vísur: 1.-2. Páll Vídalín, 3. Guðmundur Andrésson, 4. Þórður á Strjúgi
Kvæðamaður: Björn Friðriksson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Páll Vídalín.

Til baka -o- Lagboði 90