Lagboði 90

Í veðri geystu riðar reyr

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Í veðri geystu riðar reyr,
rós fær breyst á kvisti,
en þú veist að aldrei deyr
ástarneistinn fyrsti.

Vel þér hæfir, væna mey,
vera gæf á kveldin.
Niður kæfa kantu ei
kærleikshrævareldinn.

Yfir harma sollin sjá
sé ég bjarma’ af vonum,
meðan varmann finn ég frá
fyrstu armlögonum.

Oft hjá sprundum uni’ ég mér,
armi bundinn ljósum.
En þar hef ég fundið – því er ver-
þyrna undir rósum.

Vísur: Gísli Ólafsson
Kvæðamaður: Björn Friðriksson
Stemma: Úr Húnavatnssýslu, Gísli Ólafsson

Til baka -o- Lagboði 91