Lagboði 91

Lömuðum óðar lykli fyr

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Rímur af Hálfdani konungi gamla og sonum hans
12. ríma, upphaf

Lömuðum óðar lykli fyr
læsti ég hljóða kofa,
hlýrar vóðu hæð undir,
hinir stóðu að ofan.

Refa sést mjög bratt á ból
bjó það flestum amann,
í suðvestri var þá sól
vermdi gesti framan.

Valir eggja voga dags
vera hregg í geira,
en þeim að leggja þó ei strax,
það fá seggir heyra.

Eggjan stóðust ekki þar
Ullar rjóðu mækja,
beint upp vóðu brekkurnar
brátt að þjóðum sækja.

Vísur: Síra Hannes Bjarnason
Kvæðamaður: Björn Friðriksson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Sigurbjörn Hansson

Til baka -o- Lagboði 92