Lagboði 92

Að Hlíðarenda heim nú venda af þingi

Stuðlafall – vísur 1, 2, 3, 4 og 5 eru mishendar

Rímur af Víglundi og Ketilríði
2. ríma, upphaf

Hvað má bjóða bestum fljóða skara
í mansöngs skyni, meðan hér
menntavini kvæðin ber?

Veit eg meyjar munu segjast eiga
formálana, er flytjum vér –
fornan vana helga ber.

En eg þykist að þeim vikið hafa
nokkrum bögum, þegar þjóð
þuldi sögu-málin fróð.

Við hverja rímu á hvíldartímum mínum
kátra sprunda kvað eg lof,
kannske stundum þó um of.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð.
Kvæðamaður: Björn Friðriksson. (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu.

Til baka -o- Lagboði 93