Lagboði 93

Stuðlaskrá úr hugarheim

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Stuðlaskrá úr hugarheim
held ég náist varla,
hart þó slái höndum tveim,
hærugráan skalla.

Friðar grand, ef finnum í
félags vandamálum,
breyskum anda brynnum í
brags og landa skálum.

Mátt að vanda mestan finn
máls frá gandi þínum.
Láttu andans eldinn þinn
erjum granda mínum.

Dofnar minni dvína þrár
dauðans finn eg máttinn.
Lamað sinni lykjast brár
loka- spinn eg þáttinn.

Vísur: Eiríkur Jónsson, Skaftafellss.
Kvæðamaður: Björn Friðriksson.
Stemma: ÚrHúnavatnssýslu. Friðrik Magnússon

Til baka -o- Lagboði 94