Brýni kallinn bragsköfnung
Ferskeytt – vísur 1, 2 og 4 hringhendar, vísa 3 víxlhent
Brýni kallinn bragsköfnung
bregst þá valla snilli,
stálorð falla straumaþung
stuðlafjalla milli.
Reyndu að bjóða rekkum þekk
róms og óðar fullið,
sittu ei hljóð á Sökkvabekk
söngs og ljóða gullið.
Máls í hreðum magnast sköll
mærðar jöfurs slyngi.
Ekki kveður andans tröll
en sú djöfuls kynngi.
Boðnar fullu bera skál
berðu fullum drengjum.
Áttu fulla andans glóð
orkufullum strengjum.
Vísur: Eiríkur Jónsson, Skaftafellss.
Kvæðamaður: Björn Friðriksson (Ingibjörg Friðriksdóttir kenndi)
Stemma: Huldumannalag.
Til baka -o- Lagboði 95