Lagboði 95

Ýmsa hvekkir útsýn breytt

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Ýmsa hvekkir útsýn breytt
örlög þekking banna,
fá því ekki framhjá sneytt
fallgröf blekkinganna.

Margur kátur maður trað
mitt um sátur kífsins.
Reynist fát þó reynt sé að
ráða gátur lífsins.

Brim þó stækki bili fley
bragna fækki gáðum,
voðir hækkum hræðumst ei
hrannir smækka bráðum.

Orku taki treysti geð,
tár þó að vaki á hvarmi,
fram skal aka fjöri með
feigs af vakar barmi.

Guðum borna gleði frá
glæðir forna bálið
mér þó sporni marki frá
meinlegu norna ráði.

Vísur: Þórarinn Bjarnason
Kvæðamaður: Björn Friðriksson (Ingibjörg Friðriksdóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Jón Gunnarsson, Sporði

Til baka -o- Lagboði 96