Lagboði 96

Þó til skaða löðri lá

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Þó til skaða löðri lá
lífsins svaðil brautar,
syndi ég glaður ofan á
oftast hvað sem tautar.

Fyrr mér sóttist leiðin létt
lífs um óttuskeiðið,
trausti og þrótt var takmark sett
treður nótt of heiðið.

Sliti veldur viðspyrnið
vörnin seld óráðum.
Illa heldur eingirnið,
í andans feldi snjáðum

Mest þá ægir meinadrif
mjöð er fæ ég kneyfa,
kátur hlæ og hækka svif
hróðrar blæjum veifa.

Vísur: Þórarinn Bjarnason
Kvæðamaður: Björn Friðriksson (Jósep Húnfjörð kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Sigurður Jóhannesson á Mánaskál

Til baka -o- Lagboði 97