Lagboði 97

Enn skal reyna óð að smíða

Langhent  – vísa 1, 2, 3 og 4, hringhendar

 

Svoldarrímur
3. ríma upphaf

Enn skal reyna óð að smíða
illa og seina ljóðaskrá
ef eðalsteinastorðir hlýða
stirðar greinir kvæða á.

Ég á bágt að bagla kvæði
býsna smátt því gengur mér
það er fátt sem geðið glæði
og greinaþáttinn mýki hér.

Í söngvakirkju ég sit og blíni
sopi styrkir enginn hót
þannig yrkja þrotinn víni
það er Tyrkjavinna ljót.

Svona þreyi ég þankahrelldur
við þvættingsgreyið fram á nótt
Rósa er eigi heima heldur
hvað á að segja? – Það er ljótt.

Vísur: Sigurður Breiðfjörð
Kvæðamaður: Kristmann Sturlaugsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Strandasýslu. Sigurður hundalæknir

Til baka -o- Lagboði 98