Lagboði 9

Upp í háa hamrinum

Braghent– vísur 1, 2, 3 og 4 frárímaðar

 

Ekkillinn

Uppi í háa hamrinum býr huldukona;
það veit enginn Íslendingur
annar en ég, hve vel hún syngur.

Eitt sinn hvarf hann, ekkillinn frá Álfahamri;
það var ekki allt með felldu,
eftir því sem sumir héldu.

Leitað var hans út með á og upp við hamra,
en allir höfðu öðru að sinna,
og ekkilinn var hvergi að finna.

Löngu seinna sauðamaður sagðist hafa
heyrt hann glöggt á hljóðri vöku
í hamrinum kveða þessa stöku.

Vísur: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir
Stemma: Úr Eyjafirði.  Jóhann Sveinsson frá Flögu.

Til baka -o- Lagboði 10