Það er vandi að sjá um sig
Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar
Það er vandi að sjá um sig,
svo ei grandist friður.
Hvert það band, sem bindur mig,
bælir andann niður.
Kveður norna kalda raust
-kliður fornra strauma-
aftur morgnar efalaust
eftir horfna drauma.
Það er vandi að velja leið,
vinna fjöldans hylli;
láta alltaf skríða skeið
skers og báru á milli.
Það er öllum búningsbót:
bæta úr göllum ljótum,
stríða föllum strauma mót,
standa ei höllum fótum.
Vísur: Bjarni Gíslason Skagafirði
Kvæðamaður: Kristmann Sturlaugsson. (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Dalasýslu.
Til baka -o- Lagboði 99