Lagboði 100

Ég er að horfa hugfanginn

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 óbreyttar

 

Lækurinn

Ég er að horfa hugfanginn
í hlýja sumarblænum,
yfir litla lækinn minn,
sem líður fram hjá bænum.

Ó, hve marga æskustund
áður hér ég dvaldi.
Saklaust barn með létta lund
og leggina mína taldi!

Bæ ég lítinn byggði þar,
og blómum utan skreytti.
Yfir tún og engjarnar
oft ég læknum veitti.

Nú er ekkert eins og fyrr,
á öllu sé ég muninn:
löngu týndir leggirnir
og litli bærinn hruninn.

 

Vísur: Gísli Ólafsson
Kvæðamaður: Kristmann Sturlaugsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Dalasýslu.

Til baka -o- Lagboði 101