Lagboði 10

Hyldu ísar hafflötinn

Samhent – vísur 1, 2, 3 og 4 eru hagkveðlingaháttur

 

Breiðfirðingavísur

Hyldu ísar hafflötinn,
hætti að lýsa dagurinn,
ljóðadísin leit þá inn,
lagaði vísur hugurinn.

Hver sér réði rökkrum í,
rétt á meðan áttum frí;
þá var kveðið kútinn í,
kviknaði gleði oft af því.

Vetrar löngu vökurnar
vóru öngum þungbærar,
við ljóðasöng og sögurnar
söfnuðust föngin unaðar.

Ein þegar vatt og önnur spann,
iðnin hvatti vefarann,
þá var glatt í góðum rann,
gæfan spratt við arin þann

Vísur: Ólína Andrésdóttir.
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir (Sigríður Friðriksdóttir kenndi)
Stemma: Úr Eyjafirði. Jóhann Sveinsson frá Flögu

Til baka -o- Lagboði 11