Starfsemi

Reglubundið starf Kvæðamannafélagsins fer fram á tímabilinu frá október og fram í maí. Á því tímabili eru haldnar kvæðalagaæfingar og félagsfundir í fyrstu viku hvers mánaðar.

Miðvikudagskvöld fyrir félagsfund eru haldnar kvæðalagaæfingar. Á kvæðalagaæfingum er kennt að kveða, stemmur kenndar og æfðar. Kvæðalagaæfingarnar eru óformlegri en félagsfundir og eru þá oft líflegar samræður og að sjálfsögðu hraustlega kveðið.

Allir eru velkomnir á æfingar og fundi félagsins og því eru félagsmenn hvattir til að taka með sér gesti sem langar til að sjá hvað fram fer.

Starfsemi félagsins fer fram í Gerðubergi sjá kort á ja.is

Netfang: idunn[hjá]rimur.is