Ég hef kynnst við trega og tál
Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar
Ljósblik
Ég hef kynnst við trega og tál,
trúin finnst mér lygi.
Ljósblik innst í eigin sál
er mitt hinsta vígi.
Ljóðastrengi lék ég á
lítt þó gengi að vonum.
Hef því lengi hrundið frá
hugar-þrengingonum.
Ég hef látið lausan taum,
lítt með gát á strengjum,
og úr máta undan straum
ýst með kátum drengjum.
Hefir skeikað hæfni þrátt,
hugur reikað víða.
En að leika lokaþátt
lítt mér eykur kvíða.
Vísur: Bjarni Gíslason
Kvæðamaður: Kristmann Sturlaugsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Dalasýslu.
Til baka -o- Lagboði 102