Lagboði 102

Brandinn góma brast sönghljóð

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Rímur af Andra jarli
17. ríma, vísur 6-9

Brandinn góma brast sönghljóð,
brúði fróma gleðja,
þar sem róman stranga stóð,
stynur óma beðja.

Kolbeinn lætur brandinn blá,
baugs við sæti góla;
hildar stræti harður á,
Högni mætir sjóla.

Ýmsum skall þar högg á hlið,
hlífar varla duga,
þar ei spjallast grand um grið,
grimmdin svall í huga.

Lengi stirt þeir lemjast á,
líkir virtust árum,
hlífði skyrtan Högna þá,
hann og firrti sárum.

Vísur: Gísli Konráðsson
Kvæðamaður: Kristmann Sturlaugsson (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Björn Björnsson (nepja)

Til baka -o- Lagboði 103