Lagboði 103

Norðri hallar höfði að

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Til Fjallkonunnar

Norðri hallar höfði að
hreinni fjalla-meyju.
Hún varð falleg fyrir það,
færð í mjallar-treyju.

Himinn geldur honum það,
henni er veldur sökum.
Hún á eld í hjartastað,
hjálm úr felldum jökum.

Frægðartak hjá frjálsri þjóð
forði sakar völdum,
hjá oss vakir heilög glóð
hulin klakatjöldum.

Meðan hýsir göfgan gest
góðra dísa setur,
það, sem íslenzkt er og bezt,
aldrei frýs um vetur.

Vísur: Jón S. Bergmann
Kvæðamaður: Kristmann Sturlaugsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Dalasýslu. Kristín Sæmundsdóttir

Til baka -o- Lagboði 104