Lagboði 104

Dáð í sakadóm var breytt

Ferskeytt – vísur 1, 2 og 4 hringhendar, vísa 3 óbreytt

 

Dáð í sakadóm var breytt,
dregið blak á sveininn,
gott er bak, sem getur þreytt
Grettistak við steininn.

Ytri kynni útlagans
ekki að sinni kvarta,
enginn finnur meinið manns
marið inn við hjarta.

Glaður lífsins gríp ég full,-
geri ekkert hálfur.-
ef ég heimsins græði gull
að grjóti verð ég sjálfur.

Brot og hegning yfir allt
eltir þegna og fljóðin,
og þess vegna andar kalt
oft í gegnum ljóðin.

Vísur: Hjálmar Þorsteinsson, Hofi
Kvæðamaður: Kristmann Sturlaugsson (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Dalasýslu.

Til baka -o- Lagboði 105