Lagboði 105

Á sér bærði ei harmahret

Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar

 

Gott veður – Góður fyrirboði

Á sér bærði ei harmahret
hugans nærði þráin.
Þegar færðir þig um set
þá sig hrærði ei láin.

Breytta tíðin benti á lið
bætur smíða kynni.
Sumarblíðan brosti við
brenndi kvíðann inni.

Hér því nægja huga varð
heiðið sæir blárra,
fram sem drægi fyllri arð
fyrir lagi skárra.

Veðurgæði gleðja skap
gáfnasvæðið virkja.
Mörgum græða heilsuhrap
hugann glæða og styrkja.

Vísur: Bjarni Jónssson, Sýruparti
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir (Ingibjörg Friðriksdóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Björn Jóhannesson.

Til baka -o- Lagboði 106