Lagboði 106

Enginn Þór í þrekraunum

Samhent – hagkveðlingaháttur

 

Enginn Þór í þrekraunum
þróttar sljór í athöfnum,
ekki frjór að andanum,
aldrei stór á kostunum.

Glaðri eyðir minning manns
mynd af neyðarkjörum hans
þar sem veiði véla fans
var á leiðum öreigans.

Lóan fegin fagnar dátt
flytur eigin ljóðaþátt.
Vors á degi í vesturátt
var sem spegill hafið blátt.

Aldrei frár minn áður var
óskamárinn ljóðgerðar.
Nú við árin ellinnar
urðu sárar fjaðrirnar.

Vísur: Bjarni Jónsson, Sýruparti
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir.
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Pálína Pálsdóttir

Til baka -o- Lagboði 107