Suður með landi sigldu þá
Ferskeytt – vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar
Rímur af Hálfdani konungi
11. ríma, vísur 11-14
Suður með landi sigldu þá
söng í bandi reiða
var blásandi byrinn á
börvum randa vel á lá.
Hrafnar undan hertu flog
höfrungs sunda ljónum,
gjalla mundu ærið, og
eftir dundu strauma sog.
Þar á trygli þóftu stár
Þengill siglu viður;
randa myglu mælti Hár,
mar þótt ygli brún óklár:
Ernir leggja víst á val
vorn í hreggi skjóma,
bráðum Eggjum-skarpi skal
skýfa seggja hugar dal.
Vísur: Hannes Bjarnason á Ríp
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir (Anna Bjarnadóttir kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu Stefán Guðmundsson á Kirkjuskarði
Til baka -o- Lagboði 108