Oft er kröm í kornbörnum
Samhent – hagkveðlingaháttur
Oft er kröm í kornbörnum,
kilpuð löm á hurðunum,
mögur höm á hestunum,
heimskan fröm í tilsvörum.
Oft er klöpp í árbotnum,
undin löpp á hjólfættum,
aldan kröpp á innfjörðum,
óvís höpp af giftingum.
Oft er bleyta á engjunum,
eftirleit á heiðunum,
krofin feit af kindunum,
kossageit á stúlkunum.
Oft er gæla í ástmálum,
eftirmæli í blöðunum,
barlómsvæl í bændunum,
brothætt sæla í hjúskapnum,
Vísur: Sveinn Hannesson frá Elivogum.
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Sveinn Hannesson frá Elivogum.
Til baka -o- Lagboði 109