Lagboði 109

Vör þó mæti kaldra kossa

Skammhent– vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar (Glæsilag)

 

Vör þó mæti kaldra kossa
koma bæturnar;
Ægir lætur hægt mér hossa
heimasæturnar.

Gesti fögnuð hrannir halda
hér á lögninni.
Kynjamögn, er veðrum valda,
vaka í þögninni.

Röng og bendur skálda í skyndi
skarpa hendingu;
dulin hendi veifar vindi
vog og lendingu.

Brims af sogum blönduð þræta
byltir vogunum.
Siglur boga bentar mæta
bylja togunum.

Vísur: Valdimar K. Benónýsson.
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir (Ingþór Sigurbjörnsson kenndi)
Stemma: Úr Húnavatnssýlsu. Valdimar K. Benónýsson

Til baka -o- Lagboði 110