Lagboði 110

Fokkubanda-fák ég vendi

Skammhent– vísur 1, 2, 3 og 4 hringhendar (Glæsilag)

 

Fokkubanda-fák ég vendi
fram að grandanum. –
Stjórnarvandinn hæfir hendi,
höndin andanum.

Dreg ég tröf að hæstu húnum,
herði á kröfunum.
Drekahöfuð byltir brúnum
brims í köfunum.

Fann ég stoð að farmanns reglum,
firrtur voðanum;
fleytti gnoð með fullum seglum
fram hjá boðanum.

Lífs til stranda ljóst ég kenndi
leið úr vandanum.
Bar mig andi í Herrans hendi
heim frá grandanum.

Vísur: Valdimar K. Benónýsson.
Kvæðamaður: Þuríður Friðriksdóttir. (kenndi og kvað)
Stemma: Úr Húnavatnssýslu. Valdimar K. Benónýsson

Til baka -o- Lagboði 111